23. nóvember 2024

Það hefur verið til umræðu með ágætri vinkonu að löngu sé kominn tími á að hverfa frá Fjasbókinni og snúa sér að ritvelli sem síður er ritskoðaður, sitt á hvað af góða og vonda fólkinu, ýmist til að vernda tilfinningar og tilveru transfólks og misbjóða – en alltaf og ófrávíkjanlega í flútti við ríkjandi kapítalisma, löglega hvíta yfirburðarhyggju og stríðsbrask.

Þá rifjaðist upp að það er ekki langt síðan mætur félagi, Norðdahl, kvaddi sér athygli og vildi henni beina aftur á bloggslóðir, og reyndar á síðu sem hann hefur skrifað á nánast daglega í 20 ár.
Þetta snerist um nokkurskonar lestrarátak! Það er löngu þekkt að þrátt fyrir allan tímann sem fólk haugast á Fésinu – þá les það aldrei stakasta staf – en ekki síður um innihaldsríkan, gefandi,svarandi og spyrjandi texta.

Vinkonan, sem vill helst snúa sér að Twitter, er þessvegna ekki alveg að kaupa bloggformið – því henni finnst vanta gagnvirkni – það er ef bloggið á að koma á stað umræðu.
Reyndar virðast flest pósta blogginu sínu á Fjasbókið og umræðan fer þá fram þar. En best væri ef öll læsu bara hvers annars blogg og svöruðu síðan á sínum eigin bloggum.
Ég man að möguleikinn á því að svara ítarlegar á áhugaverðum þræði á Fjas, Google+ eða Twitter, en að apa einfaldlega “gott og amen” eða “þegi þú, fíflið þitt” – var í upphafi drepinn niður af háskóla-analistum sem tóku sér dómsvald yfir því hvaða prótókoll skyldu við lýði – þegar þau sögðu að allt lengra en hálf setning á þræði væri “blóðsuguháttur á bloggi annarra”.

Var það nú aldeilis gagnleg viðbót við þessa tilraun í opinni umræðu.

Styttist nú óðum í punktinn.
Skemmst er svo að segja að nokkur fleiri endurvöktu gömul blogg þegar leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins gróf upp og skúbbaði Bloggsíðu Samfylkings, sem ku hafa verið mikill svívirðingur og dóni, og hugsuðu til baka og vildu ganga úr skugga um hvort dónaskapur og steggsháttur þeirra hefði nokkuð verið alveg ófyrirgefanlegur, einsog hjá öðrum.

Maður er nefndur Ai Weiwei og var mikill bloggari. Hann er samfélagslega gagnrýninn listamaður og var ekki alltaf gefið að hann fengi plattform með það sem hann vildi segja.
Þessvegna bloggaði hann. Þegar hann vakti máls á og neitaði að hætta að fjalla um umhverfisslys sem ríkið vildi þegja í hel, var blogginu hans lokað. Hann færði sig því yfir á Twitter. Mæ ndjú! þetta er áratugum áðuren Twitter breyttist í falsfréttafen og áður en Möskið tók yfir.
Á Twitter áorkaði hann ýmsum aktivisma þar á meðal að virkja allan heiminn i að þrýsta á um að fangelsaði aktivistinn Liu Xiabo fengi Friðarverðlaun Nóbels.
Sumsé ergó; blogg er gott og ef Twitter er notað sem aktivískt blogg þá er það gott. Einsog Weiwei segir sjálfur þá er listamaður aktivisti í eðli sínu, í þeirri merkingu að listin getur aldrei verið neitt annað en framkvæmd.

Raus á Fjasbook, og jafnvel áðuren hannaður var lógaritmi tilað fela óæskilegar skoðanir, er þannig passíft í eðli sínu. Eða einsog analfólkið útskýrði, allt sem sagt er á Fjasbók, umfram “vá” og “en sætt!” er blóðsog á framlagi hins eina aktífa hluta bókarinnar, sem er hinn digitiseraði vilji hvítrar fjármála- og stríðshyggju og birtist í margnefndum lókaritma.

Fyrir þau sem lásu allaleið hingað; fylgist með; í næsta bloggi mun ég útskýra HVER stendur í raun og veru á bakvið GERFIGREIND, og af hverju.

12. nóvember

Nokkuð til í þessu verki. Ef uppnefningarnar og útásetningarnar hafa engan endapunkt, yfirsýn eða aga, og magnast bara expónensjallí einsog styrkur She-Hulk þá endar þetta bara í (á) einhverri steypu – og hefur allsenga merkingu og enn síður áhrif. (einsog þessi mynd sem er inní læstu bílaporti)
Tökum jóla-andann í orði og gjörð og hættum þessari keppni um ferlegustu ummælin um Jón Gunnarsson og hans líka, og vorkennum honum frekar fyrir að vera Sjálfstæðismaður. Í stóraskemanu er tæpast til neitt verra.


14. október

Thanos verður aðeins minna simpatískur ef helmingun heimsins var ekki í þágu umhverfisverndar, heldur meira til að ganga í augun á stelpu.

Eða hvað?

Við þetta má svo eðlilega bæta: Heyrði áðan á tal tveggja fulltrúa feðraveldisins ræða ASÍ málin útfrá gömlu hetjunum einsog Gvendi jaka. Honum var það meðal annars til hróss að gefa engum tækifæri á að stinga sig í bakið, hvernig sem hann fór að því, mögulega var hann alltaf að snúa sér í hring einsog Dervísi.

En þá rifjaðist upp að meðan gömlu kempurnar voru “góðar” gagnvart undirfólki sínu í stéttarfélögunum, þá var fólk einsog Tolli og síðar Bubbi sem voru með annan fótinn í þessum félagasamtökum, en líka á sínum eigin forsendum og gat því haldið uppi gagnrýni, og gerði, á forustu stéttarfélaga.

Þó því sé ósvarað hver er hetja og hver váli (villain) í dag, þá má allavega segja að SólRagVillið sé TollaBubb okkar tíma.

Því mætti einhver taka til svona styrkleika tölfræði um persónur og leikendur í verkalýðshreyfingunni, einsog Marvel gerir um sitt fólk.

Það er alfarið nauðsynlegt.


21. september

“Raunveruleikinn” okkar er þannig orðinn að nú ráðgumst við við óraunveruleikaþætti (sittkoms, seríals) tilað komast aftur niður á jörðina.

Óþægileg hegðun annarra á vinnustað eða öðru nauðungarrými eða við aðrar nauðungaraðstæður, eru mikið til tals og sýnist ei sátt um – einsog þar er skrifað.

Boston Legal serían sem í minni mínu er einn merkari minnisvarði millenníum öfganna, ss þegar einstaklingshyggja, últrakapítalismi og menningar- og samfélagslegur níhilismi voru normið, hvaðan sem þú komst, hvernig sem þú leist út eða hve margar krónur eða hlutabréf þú áttir í veskinu. Og “fallega fólkið” var fínt orð yfir þau sem eru efst í goggunarröðinni.

Boston Legal er líka fyrst og fremst framhaldssería um allskonar einelti á vinnustað, – nota orðið einelti hér tilað geta sett allt ofbeldið í eina skál. Flest allt er frekar fyndið og afleiðingalaust, einsog fátæka fólkið og eignaleysingjarnir sem stjörnulögfræðingurinn, Denny Crane, vill skjóta – og gerir það ítrekað og kemst upp með.

Aðal lögfræðingarnir tveir eru líka yfirlýstir áreitismenn, í merkingunni, annar kallar það órjúfanlegan hlut af sinni persónu og gerir þá kröfu til samfélags kvenna að þær virði/toleri það. Hinn telur sig guðs gjöf til manna/kvenna og það sé heiður og ánægja allra að hann þröngvi sér uppá þau/þær – í aðra röndina er hann formlega afsakaður með því að hann sé heilabilaður.

Af gefnu tilefni; auk þess að bjóða konum að þjónusta sig í tíma og ótíma er hann og mjög upptekinn af því að segja frá því hversu mikill afreksmaður hann er í bólinu.

Allar konur hjá fyrirtækinu skrifa undir afsal/waifer við ráðningu um að þær muni aldrei kvarta undan eða kæra framferði sem þær upplifa sem kynferðislegt áreiti – en einn af eigendum fyrirtækisins er kona og til hennar leita nokkrar tilað reyna að leysa þessi óþægilegu viðreynslumál/ofbeldisáreiti án þess að lenda í lagalegum ógöngum.

Í einu slíku tilfelli fréttir annar dónakallinn af því og hann fær kvartandann á sinn fund og lýsir yfir undrun sinni. Fundurinn fer að snúast um samúð með honum vegna þess að kvartandinn kom ekki beint til hans tilað fá úrlausn sinna mála. Dónakallinn þakkar fyrir ábendinguna og biður kvartandann vinsamlegast í framtíðinni snúa sér beint til sín í hvert sinn sem upplifi hún kynferðislegt áreiti frá honum. Og þau brosa sínu breiðasta þegar þau kveðja.

Í öðru tilviki með þeim heilabilaða, skipar kvenkyns eigandinn honum að settla málin með kvartanda. Heilabilaði dónakallinn fer og útskýrir fyrir kvartanda að hún sé í raun ekki að kvarta undan kynferðislegum áhuga hans, heldur sé hún uppfull af minnimáttarkennd og hræðslu yfir því að vera of feit og hún sé að yfirfæra það vandamál yfir á sig og kalla eftir því að hann sýni henni nógu mikinn áhuga tilað kveða niður minnimáttarkenndina.

Og þetta er meðan orðið “mansplain” var ennþá fagorð fastlega læst inni í íðorðabankahirslu Kynjafræðideildar háskólanna.

Það sem vekur fyrst og fremst athygli hér er áherslan á að þolendur eigi að leysa málin sjálf með gerendum sínum.(sem er fyndið sjónarmið frá lögfræðingum) Það gefur til kynna þá skoðun að í flestum tilfellum sé um misskilning að ræða og að einungis þurfi að höfða beint til góðmennsku og réttlætiskenndar gerandans – sem í raun sé enginn gerandi.

Það sem blasir við í dag er að hvort heldur dómskerfi, eða innanhús verkfæri fyrirtækja og stofnana tilað leysa úr deilum eða bregðast við ofbeldi eru svo löskuð eða vanvirk að fólk fær aldrei nein viðbrögð nema með því að rjúka í fjölmiðla – fara í fórnarlambsfrokkinn og fá umfjöllun um sín mál einhversstaðar inn á milli sýninga á þáttum einsog Boston Legal.

Stundum er fólk guðslifandifegið yfir umhverfisvánni því hún er það eina sem sýnir að tíminn líður

5. september

Það eru (allavega) fjölmargar klisjur um kjánaskap sem viðgengst svo títt á Íslandi að kalla megi náttúrulögmál. Ein þeirra er að Capo di Capo Sjálfstæðisflokksins þarf aldrei að axla ábyrgð á neinu, en undirsátar hans í flokknum – stundum – og samstarfsflokkar alltaf og sífellt.

Önnur klisja er kanski ekki alveg endilega séríslensk, en það er að konur komist síður upp með brot og mistök í starfi.

Þessvegna, í teleólógisku samhengi íslensku, er alls ekki fráleitt að yfirmaður Viðskiptaogmenningarmála verði látin sæta ábyrgð á nokkrum brotum/mistökum sem engin er í raun að þræta fyrir – en, og það er ekki verið að verja þennan tiltekna ráðherra, hennar kyn eða nokkuð annað – finnst fólki þetta virkilega í lagi?

Sjálfstæðisbossinn notar embættið sitt tilað koma vel útúr bankahruni, felur eigur sínar fyrir skattinum, setur lögbann á fjölmiðla, selur banka sínum pabba – og það er ekki einsog þetta sé eitthvað á fárra vitorði, 2 rannsóknarblaðamenn Stundarinnar helguðu blaðið og tíma sínum öllum í þrjú ár að flytja nákvæmar skýrslur af þessu, og fyrir þau sem hafa ekki tíma í að lesa, það mátti sjá í beinni útsendingu hjá sjónvarpinu þegar Björn Leví fór yfir nýskeðasta afbrot stjórnmálamannsins.

Er það virkilega í lagi að viðhalda þessum ömurlegu klisjum og láta peðin falla en aldrei takast á við hið raunverulega vandamál? Lemja hundinn fyrst þú hefur ekki kjark tilað mæta hinum raunverulega óvin?

Það finnst mér frekar draslaralegt.

31. ágúst

Ég sá kallinn troða upp einusinni í Pétursborg – fyrir mann sem er í flokki með Jesús, Hedy Lamarr, Tesla og þeim sem fann upp samlokuna, var hann býsna jarðtengdur og aðgengilegur.

En það er rétt einsog sést í auglýsingunni, sem verður mögulega eina heimilidin um afrek hans, að samlandar hans utan og innan Rússlands voru og eru sífellt að nagast í honum – í gær sá ég eina unga konu kommentera “vertu velkominn í helvíti” á andlátstilkynninguna.

Hann var annaðhvort Antikristur eða bjargvættur landsins, en í háskólasamfélaginu sammæltist fólk um eitt, að hann hefði talað vonda rússnesku. Nokkuð sem ég man ekki til að erlendir stúdentar hefðu orðið vör við en mér fannst þetta alltaf soldið sláandi dæmi um rússnesku stéttskiptinguna og stór-rússneskuháttinn – fyrir þeim var Gorbachev ýmist Armeni eða Úkraínumaður.

Hugsið ykkur eitt, Gorbachev gerði fullt af pólitískum mistökum (auglýsingin bara ein af mörgum) , en verður samt alltaf einstaklingur sem gerði heiminn betri – talsvert öfugt við Pútín og aðra sem ráða um þessar mundir.


17. júní

Eftir að hafa hlegið dátt með, fyrst með tjaldbúðunum sem glöddust yfir því að tekist hefði að tengja Johnny Depp við hið algilda heimilisofbeldi karlmannsins, og síðan með hinu tjaldstæðinu þegar úrskurðað var að lögformlega væru téðar ásakanir meints sambýlismanns Depps líklega vafasamar svo ekki væri meira sagt

Hlegið er dátt en vart um gleðihlátur að ræða. Normaliseringin á áðurnefndnum tjaldsvæðum hefur varðað okkur þann veg uns eldurinn gleypir jörðina, að samskipti hinna svokölluðu kynja eru komin á mun verri stað en voru þegar helliskonur drógu karla á skegginu milli dyngja sinna.

Allt er það gott, – gott í merkingunni að svo vill meirihluti mannkyns hafa það, – en uns heimur er alfarið úti og þau sem kjósa siðferði geta reynt að iðka það og velja, legg ég til að andstæðingar “kanseleringa” séu

sjálfum sér samkvæm, og gleðjist ekki eða fagni því að listamaðurinn Amber Heard sé látin líða fyrir það sem gerist í dómsmálum einstaklingsins Amber Heard, heldur mótmæli hástöfum.

Sumsé; allar kanseleringar eru rangar

#restoreHeardtoAquaman

7. júní


Varúð, spojlerar, triggerar, páskaegg og allrahanda óefni

Nokkur orð um Ítalíu

Manni verður tíðhugsað um það (sérstaklega þegar maður er staddur á Ítalíu) að ekki sé mikill munur á okkur sem fórum á mis við rómönsku tungumálin í skólum og víkingum og ferðalöngum frá sömu slóðum fyrir 1000 til 1300 árum.

Ef við erum heppin, og við þokkalega meðvitund, þekkjum við einhverja orðstofna á latínu og þeim slettum við beygingarlaust, oftast frumlagi en stundum einskonar andlagi í setningarómynd – svo bendum við ógnandi og hækkum róminn.

Mögulega segir þetta einhverja sögu um hvernig þjóðfélögin þróast. Ítalar hafa átt orðið binario frá því þau fundu upp tungumálið – og táknar það beint og hreint teina, en líka tvennd af ýmsu tagi.

Vissulega var einhver búinn að hugsa í tvíhyggju áðren Ítalar bjuggu til orð fyrir það en athugið að Ísland var að stofni til trúarbragðafrjálst og járnbrautarlaust svo langt sem nokkuð maður man.

Frelsi til skoðana versus tvíhyggja – það má líka færa rök fyrir því að trúarbragðafrelsi ellegar -leysi séu einkenni frumstæðra og eða for-ríkislegra eininga.

Íslendingar misstu þetta svo án þess að þróast að nokkru viti og hafa ekki enn fengið neina járnbrautarlest, svo nokkur viti.

En Rómverjar buðu líka uppá trúarbragðafrelsi og voru um leið nútímavæddasta veldi síns tíma. Það er umhugsunarvert!

Tæknin eyddi Rómarveldinu – (athugið þemað hér; tækni vs frumstæðar/forríkislegar einingar. ) – og er maður pínu hræddur um þróunina á Ítalíu sem nú er.

Einu sinni þurftu öll að lifa við að önnur tækju sína síestu, þá skipulagði fólk sig í kringum það, einsog Íslendingar á fimmtudagskvöldum. En hvort sem það er tilað þóknast öllum ferðamönnunum, eða landsmenn orðin þurftafrekari og óþolinmóðari en áður, þá eru Ítalar í óðaönn að taka upp sjálfsafgreiðsluþjónustu – einsog automatana sem tröllriðu Ameríku á 6ta áratug síðustu aldar. (ath samhengið – sjálfsafgreiðslan/tæknitrúin/vetnissprengjan – enginn skilur af hverju Bandaríkin eru ennþá til)

Þið sjáið hvert stefnir? Þegar tæknitrúin/letin hefur algerlega tekið yfirhöndina, einsog hjá ónefndum sveitarfélagsstjórum í Reykjavík sem skilyrða alla þjónustu: strætó, útsvarsgreiðslur, rafmagns- og hitamælaálestur og fram eftir götunum við óframkvæmanlegar sjálfsafgreiðsluútfærslur – sem minnkar enn frekar hið nauðsynlega samspil og félagslega gagnvirkni borgaranna – þá hefur samfélagið eðlilega enga ástæðu lengur til að vera til og eyðir sér sjálft – einsog Fönixinn þegar Harry Potter er búinn að segja Fönixbrandarann.

Það er vonandi að nýr sveitastjórnarmeirihluti skilji það eilítið betur en sá síðasti að tæknitrú sem núllar út manneskjuna og hlutverk hennar og tilveru – er ákjósanleg fyrir róbóta og gerfigreind en síður fyrir manneskjuna og samfélagið.

Góða lukku!

Ennfremur, Viktor Tsoi tónleikarnir heppnuðust prýðilega vel og takk öll sem komuð. Þetta verður því miður að öllum líkindum aldrei flutt aftur. En kanski er það bara meira spennandi þannig.

Næst á dagskrá er hátíðardagskrá í Reykholti, og er að safnast í stórskemmtilegan gestaflytjenda lista.

Fylgist með, ciao bello!

ps. Fyrir ekki svo löngu var ég að útskýra fyrir tveimur langtímagestum á Íslandi nauðsyn þess að snæða ekki sjaldnar en einusinni Hlöllabát – og verandi öll laus við áfengisþörf þurfti að höfða mjög til ímyndunarafls okkar allra til að sjá fyrir sér næturlífið í Reykjavík fyrir hartnær þrjátíu árum – og hlutverk Hlölla í því.

Kemur þá ekki bara í ljós að Rómverjar fundu þetta upp einsog flest annað (ef R fundu það ekki upp þá gerðu það að öllum líkindum Ítalar) – og kölluðu Cornettari – sumsé síðnæturbitinn sem markar endamörk næturgaufsins.

Góðar stundir

23. apríl
Smá öppdeit á byltingu og bolta:

Íslendingarnir spiluðu meira upp á línuna en síðast, þar voru þær litaraftslausu sem stóðu sig afburða vel. En það dugði ekki til, næsti leikur verður þó grjótunninn með þessu framhaldi.

Annars vekur 2nnt athygli eftir leik þennan – fyrst litaraftslausu línumennirnir eru til umræðu, að 2 hornamenn og einn línumaður geti við vissar aðstæður breyst í 1 hornamann og 2 línumenn – þá séu engar aðstæður sem leyfa 3 hornamenn, enda strangbannað bæði af Pýþagóras og Aristótelesi.

Hitt er með litaraftsleysið; íslenskan býður velkomnar 2 myndir orðsins; ss litaraft og litarhaft – sem vissulega jákvæða og neikvæða mynd af “sömu” náttúrulegu birtingarmyndinni.

Sá er í hafti síns litar þegar það ástand gerir viðkomandi að segli og skotmarki fyrir allskyns fordóma, misskilning og annarsskonar ofbeldi. Það er hinn neikvæði þáttur sem snýr að minnihlutanum eða hinu einstaka.

Aftur hefur margt gott fólk velt fyrir sér lengi að vandi Íslendinga felist að svo miklu leyti í innbríding og þrjóskufullri einangrun gagnvart öðrum menningarheimum, hugmyndum og blóði.

Það er neikvætt litar-haft fjöldans – ef fjölda má kalla í tilviki Íslendinga. *

Sama má segja um byltinguna góðu. Hún er frekar hjákátleg þegar alltaf skal breyta til með víxla spillingarbesefunum. (Hið tvílókaða feðraveldi stjórnmálanna).

Það er vissulega grátbroslegt að hlusta á Samfylkingar-heilaga-hneykslun tala um gullfiskaminni gagnvart Sjálfsstæðisflokknum, og rán á eignum og afkomu almennings.

Vinur minn er óvinur vinar míns, og allt það.

Þótt mörg Samfylkingin í dag hafi verið á bangsadeildinni þegar landið var rænt síðast – væri aðeins meiri virðing sýnd með því að taka ábyrgð og tala útfrá því.

Svona eldmessur eru svipað trúverðugar og ritstjórnarpistlar í Fréttablaðinu þarsem Sólveigu Önnu er kennt um Stórubólu og engisprettufaralda á víxl.

En uppsummað; Íslendingarnir fundu línuna sína og nú verða þeim allir vegir færir á öll mót og fjör! Til hamingju.

Og byltingin, já byltingin; sbr meðfylgjandi myndskeið

* Strangt til tekið er engin í raun litaraftslaus, einsog að ofan er í veðri látið vaka – hér er það gert sem hluti sósjal tilraunar sem gengur út á að nota engin sérnöfn í 10 daga, og vísa til fólks eingöngu með neikvæðum vísunum í litleysi; sbr; viðkomandi er ekki brúnn, viðkomandi er ekki svartur og svo frv.

Einhverjum gæti virst þetta flippant hugmynd en þá má á móti spyrja; af hverju ekki?

23. apríl
Smá öppdeit á byltingu og bolta:

Íslendingarnir spiluðu meira upp á línuna en síðast, þar voru þær litaraftslausu sem stóðu sig afburða vel. En það dugði ekki til, næsti leikur verður þó grjótunninn með þessu framhaldi.

Annars vekur 2nnt athygli eftir leik þennan – fyrst litaraftslausu línumennirnir eru til umræðu, að 2 hornamenn og einn línumaður geti við vissar aðstæður breyst í 1 hornamann og 2 línumenn – þá séu engar aðstæður sem leyfa 3 hornamenn, enda strangbannað bæði af Pýþagóras og Aristótelesi.

Hitt er með litaraftsleysið; íslenskan býður velkomnar 2 myndir orðsins; ss litaraft og litarhaft – sem vissulega jákvæða og neikvæða mynd af “sömu” náttúrulegu birtingarmyndinni.

Sá er í hafti síns litar þegar það ástand gerir viðkomandi að segli og skotmarki fyrir allskyns fordóma, misskilning og annarsskonar ofbeldi. Það er hinn neikvæði þáttur sem snýr að minnihlutanum eða hinu einstaka.

Aftur hefur margt gott fólk velt fyrir sér lengi að vandi Íslendinga felist að svo miklu leyti í innbríding og þrjóskufullri einangrun gagnvart öðrum menningarheimum, hugmyndum og blóði.

Það er neikvætt litar-haft fjöldans – ef fjölda má kalla í tilviki Íslendinga. *

Sama má segja um byltinguna góðu. Hún er frekar hjákátleg þegar alltaf skal breyta til með víxla spillingarbesefunum. (Hið tvílókaða feðraveldi stjórnmálanna).

Það er vissulega grátbroslegt að hlusta á Samfylkingar-heilaga-hneykslun tala um gullfiskaminni gagnvart Sjálfsstæðisflokknum, og rán á eignum og afkomu almennings.

Vinur minn er óvinur vinar míns, og allt það.

Þótt mörg Samfylkingin í dag hafi verið á bangsadeildinni þegar landið var rænt síðast – væri aðeins meiri virðing sýnd með því að taka ábyrgð og tala útfrá því.

Svona eldmessur eru svipað trúverðugar og ritstjórnarpistlar í Fréttablaðinu þarsem Sólveigu Önnu er kennt um Stórubólu og engisprettufaralda á víxl.

En uppsummað; Íslendingarnir fundu línuna sína og nú verða þeim allir vegir færir á öll mót og fjör! Til hamingju.

Og byltingin, já byltingin; sbr meðfylgjandi myndskeið

* Strangt til tekið er engin í raun litaraftslaus, einsog að ofan er í veðri látið vaka – hér er það gert sem hluti sósjal tilraunar sem gengur út á að nota engin sérnöfn í 10 daga, og vísa til fólks eingöngu með neikvæðum vísunum í litleysi; sbr; viðkomandi er ekki brúnn, viðkomandi er ekki svartur og svo frv.

Einhverjum gæti virst þetta flippant hugmynd en þá má á móti spyrja; af hverju ekki?

31. mars

Var hugsi í gær hve selektíf við erum gjarna gagnvart oft augljósum áróðri (augljós áróður = auglýsingar, if þú vilt)

Rúv vísaði enn og aftur í rússneska “skoðanakönnun” sem sýnir að meirihluti Rússa styðji stríðið – og því sé hvorutveggja eðlilegt og vísindalegt að ætla að allir séu Rússar sömu ó- og skítmennin og herstjórinn.

Hygg að séu að verða 2 vikur síðan ég heyrði þessa “skoðanakönnun” útskýrða hjá BBC heims (sem nótabene er langt í frá að vera mikill másvari Rússa), að um hafi verið að ræða símakönnun ríkisstofnunar með nokkurra tuga þúsund úrtaki, sem hefð sé fyrir að 98 prósent íhringdra neiti að svara – og þessi útreikningur sé því byggður á svörum 2 prósenta af pínulítlu úrtaki – og ennfremur var sérstaklega tekið fram að ekkert sé heldur að marka svör 2 prósentanna – því engin leynd sé yfir spurningum , svörum og úrvinnslu – og því detti engum í hug að orða raunverulega skoðun sína.

Þarna er sumsé verið að ræða pútínáróður sem hentar ákveðinni framsetningu og því fær hann að sjást.

En það breytir samt ekki því það væri áhugavert að vita hvernig þessar skoðanir skiptast, því þótt mótmæli gegn stríðinu hafi verið stór og hávær á rússneskan mælikvarða – þá hafa þau hvorki haft þann skriðboltaeffekt sem vonast var eftir né haft mikil áhrif á stríðssóðana í Kreml.

Efnahagsatriði og hætta á missi nútímaþæginda virðast leggja meiri pressu á forsetann.


29. mars

Margir áhugaverðir punktar hér, en umleið soldið á skjön. Aðallega hugmyndin um Úkraínu sem evrópska hluta fyrrum Sovétríkjanna – og án hennar Rússland því sumsé hreint og beint Asíuríki – sem þýðir þá hvað? Athugið að Kazakstan, eystri hluti Rússlands if you will, reynir eftir megni að fjarlægjast og fordæma innrás í Úkraínu, án þess þó að kalla yfir sig beinar aðgerðir frá Kreml.

Evrópulaust Rússland er eitthvað sem ekki er við bjargandi, einsog Kína – algerlega ósamræmanlegt við “hinn siðmenntaða heim” og best að láta afskiptalaust til öryggis. Þetta er gömul tugga.

Í fyrsta lagi, evrópski hluti fyrrum Sovét-keisaradæmisins, er jafnan talinn ná inn í Kirjálabotn – en þess utan tilað Úkraína geti representerað Evrópuhluta keisaradæmisins, verður Rússland að geta á einhvern hátt gert tilkall að telja það með sínu.

Þannig, þetta er soldið einsog “konan mín er…..” yfirlýsingar hjá einhverjum sem á enga konu. “Konan mín er með há/mikil laun: Konan mín er meiri lýðræðissinni en konan þín: Konan mín er með stór brjóst og hljóðhimnusýkingu!”

Í seinni tíð hefur maður aldrei heyrt aðra en rússneska þjóðernissinna og annarskonar vanvita halda því fram að Rússland hafi eitthvað um Úkraínu að segja, margt venjulegt fólk segir gjarna að löndin séu tengd vegna blandaðra fjölskyldna, farandverkamanna og eins (heyrði einmitt í gær að á 10da áratug hefðu nánast öll iðnaðarmannastörf í Moskvu verið unnin af úkraínskum farandverkamönnum), það er, örlög Úkraínu skipta Rússa máli, á mjög beinan hátt – sem gerir það enn sorglegra og skelfilegra hvað þeir virðast máttvana gagnvart “herstjórunum” sínum.

En slík smáatriði skipta ekki máli fyrir þau sem sitja við stóra taflborðið.

5. mars

Tókum góðan tónleikarúnt í kvöld. Fyrst, Sucks to be you, Nigel og Dr. Gunni

Verður manni þá hugsað til þess hvort Bónus muni vera til að eilífu. Vissulega, ef allt gengur að óskum, munum við lifa þá tíma að peninga, markaða og vöruskiptakerfið verður afnumið. Og, einsog margoft hefur fram komið, matur mun koma úr sameinda-myndurum – og jafnvel þótt svo verði, einsog sést helst í Enterprise seríunni með Blalock, þegar mannkynið er ekki jafn siðað og það verður á tímum Spocks og Janeway – að jafnvel þá verði boðið uppá eitthvað form af barbarískri nostalgíu í replikatornum – einsog sameinda-myndaðan Bónus-plokkfisk eða hina margfrægu Bónusfiskisúpu.

Svo gæti það falið í sér, þegar mannkynið þroskast á næsta stig, að þörfin fyrir Bónus, jafnvel sem minningar einvörðungu, verði ekki lengur til staðar.

Hið siðmenntaða, íturþróaða mannkyn mun ekki lengur hafa neina “Aumingja með Bónuspoka”

Heimurinn lengi vel átti að enda í umhverfisslysi sem við ættum öll jafna sök á, það hefði verið ákveðin rómantík í því – og Bónus hefði þá bara liðið undir lok einsog allt annað. Kanski kæmi fólk úr geimnum og þekkti ekki aftur jörðina fyren það fyndi hálf jarðaðan Bónusfánann.

“You blew it up. Ah, damn you! God damn you all to hell!”

ætti samt frekar við raunveruleikann sem blasir við núna þegar ákveðið var að snúa klukkunni til baka um 40 ár – og endur”lifa” það ástand þegar senílir valdníðingar rúnka sér á rauða takkanum fyrir “endurkosningu” eða bara sem eitt stykki verulega sikk djók.

Þessir riddarar retrósins munu hafa af okkur að annaðhvort fá að deyja í heimatilbúinni og náttúrulegri umhverfisvá, eða komast að því að fréttir af yfirvofandi andláti plánetunnar séu stórlega ýktar. En Bónus fær þó að vera til alveg fram á lokastund – og Auminginn með Bónuspokann líka.

Og hérna er Forsmán með lagið: