Á næstu vikum

Endurútgáfa Midi próektífs með aukaefni

Midi próektíf kom loksins út árið 2010, á fyrsta íslenska stríminu, Gogoyoko. Lögin á henni höfðu verið samin og skrifuð upp sem midi árin 1997 og 8 – sem mússikkalskt og heimspekileg svari við Homogenic Bjarkar og Time out of Mind Dylans. Í millitíðinni hafði ýmisslegt gerst, það sem þessari sögu kemur mest við er að orginal módúlan sem var með nákvæmlega réttu General midi soundin (já, General midi er ekki eins í öllum græjum, það er tilfinnanlegur blæbrigðamunur) farið á flakk og sömuleiðis þurfti að leysa midíið úr kóðaprísund Cakewalk forritsins sem allt hafði verið skrifað á og seifað sem vinnuskjöl frekar en universal nótur, og var núna algerlega horfið úr allri notkun.
Þegar svo mikilli orku hafði verið eytt í að endurvinna lögin nákvæmlega einsog þau höfðu hljómað 12 árum fyr, var augljóst að af-dogma þurfti verkefnið að einhverju marki. Tónsmiðurinn og hinn ævasnjalli Þorvaldur Gröndal trommuðu nýjar læftrommur yfir upptökurnar, og svo var við búið að lauma smá gítar inní og síðast en ekki síst, og sérstaklega í ljósi þessi að hinn mæti bassa- og mixmeistari Sveinn Helgi tímdi að lána forláta Ampeg stæðu í verkið – að bassað var yfir alltsaman.

Ástæður endurútgáfu: fyrst og fremst, bæta aukaefninu við, en einnig, masterinn fyrir Gogoyoko var á hljóðstandard þess tíma sem núna er úreltur.
Það eru nokkrir dagar í þetta ennþá, en í millitíðinni má heyra hér lag sem upprunalega fylgdi Midi próektífi en einnig var gerð útgáfa fyrir stuttmyndina Velkomin í Beinadal – og einnig sú útgáfa sem hér fylgir – og átti að brúa hinar útgáfurnar tvær og vera um leið nýtanleg á dansgólfið í klúbbunum:

Versúgú, Vertu til – klúbbmix, og fylgist grannt með framvindu plötunnar sjálfrar:

In English

This is a project totally composed through midi gear, written over the years 98-00. I had come into possession of a sound module, with a tiny keyboard and having little or no understanding of midi programming proceeded by manually playing all voices, incorporating almost no afterwork in the sequenser. The music is kind of a naive blend of pop, very melodic ambient and hints of classical contrapunctus, back then I was prone to call it “tone poems” as the arrangements were often totally contrary or even alien to any traditional arrangements for pop music.

Ergo, when I wrote it and made it, my ability to translate the midi into wave files and finish the mix was limited, due to lack of proper equipment and also with mixing experience – therefore I put the project aside. In 2008 I started completing the music, exporting it to a audio editing program and add a little extra to the mix with effect routing and so on. Understandably as the progress gathered momentum, the temptation to flavor a little more with live instruments became to strong to withstand.

Sérstakar þakkir fá: Hrafnhildur Benediktsdóttir, Brogan Davison, Else Tunemyr, Sveinn Helgi Halldórsson (fyrir lán á bassamagnara), og fleira gott fólk sem kommentaði á framvinduna.

released December 23, 2010

Additional drumming by Þorvaldur H. Gröndal



Hér fer í loftið ný heimasíða

Þetta verður eitthvað pínu rykkjótt svona tilaðbyrjameð. En þá er bara
að æfa góða skapið og muna að jólin eru alla daga: